Loading...
Forsíða ný2019-05-26T19:46:53+00:00

Sauðafellsvatn er nýr valkostur fluguveiðimanna á Landmannaafrétti. Einungis er leyfilegt að veiða á flugu í vatninu. Fjöldi stanga eru 5 á dag og heimilt er að veiða í öllu vatninu. 

Vatnið sem er við Heklurætur er hálfur ferkílómeter að stærð en mesta dýpi þess er ekki þekkt. Lengi vel hefur verið talið að ekki væri nægt fæðuframboð né skilyrði til hrygningar til að fiskur gæti dafnað í vatninu. Í rannsóknum sumarið 2018 kom hins vegar fram að urriðanum sem er af Grenlækjarstofni vegnar nokkuð vel og hrygning virðist ganga ágætlega. Þó er mælt með hóflegri veiði. Sumarið 2019 verða leyfðar fimm stangir á dag og einungis veitt á flugu.

Vatnið er staðsett á Landmannaafrétti við rætur Heklu. Það er í 145 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðgengi að vatninu er þokkalegt en mælt er með fjórhjóladrifnum bílum til ferðarinnar, slóði liggur frá Dómadalsvegi (F 225) u.þ.b. 4km og er hann frekar seinfarinn.Hægt er að veiða allt vatnið og eiginlegir veiðistaðir fáir en þó hafa austur og vestur bakkarnir reynst drjúgir, urriðaflugur s.s. nobblerar og kettir hafa reynst vel með sökklínu.

Veiðiverðir eru staðsettir í Áfangagili og starfa hjá ferðaþjónustunni Áfangar ehf. 
Nánari upplýsingar:

Vefslóð: www.afangagil.is
Netfang: afangagil@gmail.com
Sími: 845-9500

Reglur um veiði:

  • Skylt er að skila útfylltri veiðiskýrslu með tölvupósti á póstfang saudafellsvatn@gmail.com
  • Veiðimaður verður að veiða úr landi. Bátar eru bannaðir.
  • Veiðitími er frá kl. 7:00 til kl. 23:00
  • Veiða skal á flugu. Aðeins má veiða með flugustöngum, flugulínum og fluguhjólum. Ekki er leyfilegt að veiða með flotholti og flugu á kaststöngum. Allt annað agn er bannað.
  • Gerist veiðimaður brotlegur við veiðireglur missir hann veiðirétt sinn án endurgjalds.  Einnig hættir viðkomandi því til að missa veiðitæki sín og veiði sbr. lög um lax- og silungaveiði.
PANTA VEIÐILEYFI